Blaðakassarnir í gagnið fyrir helgi

22.Október'15 | 06:14

Upplag Fréttablaðsins hefur verið stækkað um fimm þúsund eintök og dreifing blaðsins aukin. Blaðið mun fást í flugvélum Flugfélags Íslands og í biðsölum flugvallanna í Reykjavík, á Egilsstöðum, Ísafirði og Akureyri. Þá er unnið að því að blaðinu verði dreift í Strætó og á flugstöðvum á Húsavík, Höfn og í Vestmannaeyjum.

Á næstu dögum hefst lúgudreifing blaðsins á Álftanesi og fyrir helgi hefst dreifing í kassa í Vestmannaeyjum. Þegar er farið að dreifa blaðinu í ný hverfi í Mosfellsbæ, Úlfarsfell og í nýbyggingar í hverfi 101 í Reykjavík.

Einnig mun blaðið liggja frammi í BYKO og Húsasmiðjunni á Reykjanesi og Selfossi, auk verslunarmiðstöðvarinnar Kjarnans á Selfossi. Þá er unnið að dreifingu í menntaskóla og háskóla landsins. Þegar er hafin dreifing á Bifröst og í Háskólanum á Akureyri, að því er segir í Fréttablaði dagsins.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.