Fréttatilkynning Eyjalistans:

Staða Landeyjahafnar og nýrrar ferju

20.Október'15 | 15:22

Bæjarfulltrúar, aðalmenn framkvæmdar- og hafnarráðs, framkvæmdastjórar Vestmannaeyja og skipstjórar lóðsins voru boðaðir nýlega á upplýsingafund með smíðanefnd nýs Herjólfs ásamt fulltrúum frá Ríkiskaupum og skipaverkfræðingum sem eru þátttakendur verkefnisins.

Fundurinn var góður og upplýsandi þar sem fram komu svör við fjölmörgum spurningum og athugarsemdum fundarmanna sem brunnið hafa á þeim sem og bæjarbúum. Eins og komið hefur fram áður í fréttum þá hefur ný ferja verið lengd um rúma fjóra metra. Ferjan hefur náð hámarksstærð að mati skipaverkfræðinganna. Að þeirra mati er ekki svigrúm fyrir frekari lengingu eða breikkun án þess að veruleg skerðing verði á sjóhæfni ferjunnar.

Aukin breikkun myndi þýða lélegri stefnufestu sem og sjóhæfni skipsins, sem myndi leiða af sér frekari frátafir í siglingum til Landeyjahafnar. Skipanefnd rökstuddi vel allar ákvarðanir sínar í hönnun nýrrar ferju og telur sig hafa hannað skip sem muni þjóna starfi sínu í siglingum til Landeyjahafnar með litlum frátöfum og geti einnig siglt til Þorlákshafnar.

Fulltrúar E-listans lýstu m.a. áhyggjum sínum yfir því að aðbúnaður farþega í nýju ferjunni verði mun lakari í siglingum til Þorlákshafnar heldur en í núverandi skipi, þá sérstaklega með tilliti til kojufjölda. Fram kom að ekki sé svigrúm til þess að auka kojufjölda til muna án þess að auka yfirbyggingu skipsins, sem myndi svo leiða til verri sjóhæfni og aukinna frátafa.Skipanefnd greindi enn fremur frá því að raunhæft sé að fara í útboðí byrjun nýs árs og að ferjan verði tilbúin tveimur árum síðar, eða um vor 2018.

Einnig voru ræddir vankantar Landeyjahafnar og úrræði til þess fallin að laga þá og gera höfnina betri. Í ljós kom að engar lausnir eru í sjónmáli sem vitað er með vissu að geti lagað þá þætti. Skoðaðar hafa verið allar mögulegar lausnir til þess að laga höfnina en miðað við þá tækni sem til er í dag hafa engar lausnir fundist sem duga til lengri tíma að mati verkfræðinga.

Fulltrúar E-listans munu halda áfram að berjast fyrir bættum samgöngum fyrir Vestmannaeyjar. Ljóst er að Landeyjahöfn er lykilþáttur í bættum samgöngum Vestmannaeyinga sem og annarra landsmanna. Miðað við þær upplýsingar sem fram komu á fundinum og þær rannsóknir sem smíðanefndin hefur lagt í á ný ferja að stórbæta samgöngur á ársgrundvelli.

Með nýrri ferju eigi höfnin að geta verið heilsárshöfn eins og stefnt var að í byrjun verkefnisins. Þar sem ljóst er að frátafir verða hins vegar einhverjar, og mismiklar milli ára, viljum við ítreka mikilvægi þess að leitað verði allra leiða til að auka þægindi farþega ferjunnar á siglingu, þá m.a. með að auka kojufjölda í rými skipsins eins og mögulegt er. Einnig teljum við mikilvægt að haldið verði núverandi skipi fyrst um sinn eftir að ný ferja verður tekin í notkun.

 

Fyrir hönd Eyjalistans,

Stefán Óskar Jónasson

Auður Ósk Vilhjálmsdóttir

Georg Eiður Arnarson

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).