Dagbók lögreglunnar:

Illa haldinn af sveppaáti

20.Október'15 | 20:43

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í síðustu viku og þá í kringum skemmtanahald helgarinnar. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna ölvunarástands. Tilkynnt var um slagsmál í tveim tilvikum og í öðru þeirra var um minniháttar áverkar að ræða. 

Í báðum þessum málum voru þau leyst á staðnum án kæru. Aðfaranótt sunnudagsins gisti aðili fangageymslu þar sem hann var ölvaður og til vandræða á skemmtistað í bænum.

Þá þurfti lögreglan að hafa tal af íbúum sem voru með samkvæmi í heimahúsum þannig að nágrannar áttu erfitt með svefn. Aðfaranótt sunnudagsins þurfti lögreglan að aðstoða aðila sem var illa haldinn af sveppaáti. Honum var komið á sjúkrahús en ekki er annað vitað að hann hafi náð sér af þessu ofáti.

Í vikunni var tilkynnt um þjófnað úr fyrirtæki í bænum en um ítrekað brot var um að ræða hjá 13 ára gömlum dreng. Málið fer til meðferðar hjá félagsmálayfirvöldum Vestmannaeyjabæjar.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglunnar í vikunni en þar var um að ræða árekstur á gatnamótum Dalavegar og Fellavegar. Ekki var um slys á fólki að ræða.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is