GRV:

Gullskórinn afhentur

19.Október'15 | 06:32

Átakið Göngum í skólann hefur nú staðið yfir síðan 7. september en því lauk þann 9. október sl. með Norræna skólahlaupinu. Nemendur og starfsfólk GRV söfnuðust saman við Íþróttamiðstöðina og hlupu þaðan, misjafnlega langar leiðir, allt eftir getu og aldri.

Þrír drengir úr 10. bekk sáu um dúndrandi upphitun fyrir hlaupið ásamt Önnu Lilju Sigurðardóttur. Hlaupið fór fram í rigningu og sól en þrátt fyrir bleytu stóðu nemendur sig virkilega vel og gaman að sjá nokkra foreldra sem komu með. Að loknu hlaupi voru ávextir í boði heildverslunar Karls Kristmanns.

Vikurnar  14. – 25. september var sérstakt átak í skólanum,  þá daga var merkt við á hverjum degi hvort nemendur gengu eða hjóluðu í skólann í 2. – 7. bekk. Þetta er keppnin um „Gullskóinn“ . Þrír gullskór eru í verðlaun, í 2. – 3. bekk, 4. – 5. bekk og 6. – 7. bekk. Gullskóinn hlýtur bekkurinn sem hlutfallslega gengur eða hjólar oftast í skólann.

Nemendur stóðu sig frábærlega í þessu átaki svo ákveðið var að veita öllum bekkjum viðurkenningu fyrir góðan árangur í átakinu. Hver árgangur fékk til varðveislu og notkunar nýja körfubolta.

Sigurvegurum í hverjum hópi var afhentur Gullskórinn í vikunni. Sigurvegarnir  voru 4. RB og 3. MK. og 6. ÓS. að því er segir á heimasíðu Grunnskólans.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.