Sísí Ástþórs­dótt­ir í The Voice...

Skrefið út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann

18.Október'15 | 13:27

Eyja­mær­in Sísí Ástþórs­dótt­ir hét sjálfri sér því fyr­ir stuttu að byrja að stíga út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann. Stuttu síðar fékk hún sím­tal og var boðið að taka þátt í The Voice. Hún sagði nei.

Skrefið út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann fannst henni í fyrstu full langt, en eft­ir að hún kynnt­ist upp­setn­ing­unni á þætt­in­um og fékk stuðning og þrýst­ing héðan og þaðan, tókst að tala hana inn á þátt­töku. „Ég hætti nán­ast við eft­ir hvert ein­asta viðtal,“ sagði Sísi sem fannst aðdrag­and­inn erfiður. En hún hélt áfram. „Betra að sjá eft­ir ein­hverju sem þú hef­ur gert en að sjá eft­ir ein­hverju sem þú gerðir ekki,“ sagði Sísí í samtali við Mbl.is.

Hún steig á svið og söng lagið Jar of Hearts með Christ­ina Perry í áheyrn­ar­pruf­um The Voice í þeirri von um að heilla þjálf­ar­ana. Það tókst og kaus Sísí að ganga til liðs við þjálf­ar­ann Unn­stein Manu­el.

Söng­ur­inn fannst Sísí auðveld­ari en nokk­ur ann­ar hluti keppn­inn­ar. Mynda­vél­arn­ar, at­hygl­in og viðtöl­in finnst henni tals­vert erfiðari.

Sísí hafði lítið komið fram fyr­ir keppn­ina, en það eru aðallega börn­in henn­ar þrjú sem hafa notið söngs­ins. Það er þó helst rétt áður en þau sofna. Á öðrum tím­um verða þau stund­um og þá kem­ur fyr­ir að Sísí sé vin­sam­leg­ast beðin um að þagna.

Til að kynn­ast Sísí og henn­ar tón­list­arsmekk feng­um við lista yfir átta efstu lög­in á lagalist­an­um henn­ar þessa stund­ina:

Gold laces - Jún­íus Mey­vant
Hyper­ballad - Björk
Cripple and the starf­ish - Ant­hony and the john­sons
Go - The chemical brot­h­ers
nude - Radi­ohead
Viðrar vel til loft­árása - Sig­ur­rós
Easy way out - Low Roar
Cross­fa­de - Gus Gus

 

Flutning Sísíar má sjá á Mbl.is.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%