Minnihlutinn gefst ekki upp:

Taka frístundakortin aftur upp í bæjarstjórn

17.Október'15 | 10:51
sumarlok-2015

Þessi hópur myndi t.d njóta góðs af frístundakortum

Á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn var aftur rætt um upptöku frístundakorta hjá Vestmannaeyjabæ. Það var líkt og áður að frumkvæði Eyjalistans sem þessi hugmynd var rædd. Síðast þegar þáverandi oddviti minnihlutans, Jórunn Einarsdóttir mælti fyrir tillögunni var hún felld af hálfu Sjálfstæðismanna. Það var í fyrra.

Núverandi oddiviti E-listans, Stefán Óskar Jónasson sagði á fundinum að það hafi komið honum á óvart að tillagan hafi verið felld í fjölskyldu- og tómstundaráði í síðasta mánuði. Nú stefni allt í að tekjur núverandi árs verði 100 - 150 milljónum yfir áætlunum og því sé vel gerlegt að koma á frístundakortum. Þá fór Stefán yfir kostnaðartölur vegna æfingagjalda hjá ÍBV-íþróttafélagi.

Páll Marvin Jónsson er formaður fjölskyldu og tómstundaráðs. Hann segir að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu frá því að umræða var tekin um það fyrir ári síðan. Á þeim grunni hafi málið verið fellt í ráðinu. Þá sagði Páll að t.d séu æfingagjöld hjá ÍBV ekki svo ýkja há, heldur sé kostnaður við keppnisferðir mikill, það brengli frekar myndina.

Auður Ósk Vilhjálmsdóttir benti á máli Eyjalistans til stuðnings að barnafátækt hafi aukist. Hún segir að staðan hafi versnað mikið eftir hrun og almennt veigri fólk sér við því að sækja aðstoð til félagsþjónustunnar. Hún segist sjálf vita dæmi þess að fólk hér í Eyjum þurfi að stýra börnum í tómstundir sökum kostnaðar.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri benti á að þegar talað er um aukið svigrúm virðast menn bara líta á tekjuhliðina. Reyndin sé að útgjaldahliðin er líka að hækka. T.d hafi launakostnaður hækkað mikið á þessu ári vegna nýrra kjarasaminga. Enn eru tveir og hálfur mánuður eftir af árinu og ekki sé útséð með niðurstöðu ársreikninga. Elliði bað bæjarfulltrúa að stíga varlega til jarðar er kemur að því að samþykkja útgjaldaaukningar.

 

Bókun E listans:
Lagt er til að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 verði lagðar fram 16. milljónir í verkefni um stofnun frístundakorta. Einnig er lagt til að fjölskyldu- og tómstundaráði verði falið að útfæra tillöguna með hliðsjón að meðfylgjandi greinagerð.
Auður Ósk Vilhjálmsdóttir
Stefán Óskar Jónasson

 

Upphaflega ætlaði minnihlutinn að bera bókunina upp sem tillögu en vegna formgalla sem fólst í að hún hefði þurft að koma fram sólahring fyrir fund. Var tillögunni því breytt í bókun sem tekin verður fyrir aftur við umræðu um fjárhagsáætlun, síðar á þessu ári.

Börn í handknattleik

tonlistaskoli

Börn í tónlistarnámi gætu nýtt kortin til niðurgreiðslu gjalda

Börn í knattspyrnu

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).