Alfreð Alfreðsson skrifar:

Ekki benda á mig

Höfn allra hafna

15.Október'15 | 13:04

Laddi er án efa okkar fremsti skemmtikraftur fyrr og síðar, karakterarnir margir og eftirminnilegir. Einn eftirminnilegasti skets Ladda er sagan af bóndanum sem var búinn að gefast upp á minnkabúinu. Hann var líka búinn að reyna að reka stækkabú, breikkabúa og smækkabú. Ekkert af þessu gekk upp og því komið að því að taka vitræna ákvörðun, bregða búi eða endurskoða málið. 

Einhverra hluta vegna kemur þessi skemmtiþáttur upp í hugann þegar nýjustu fréttir af stækkun ófædds Herjólfs fer í loftið.

Fortíðin

Man einhver eftir því þegar þá ófæddur Herjólfur, sá sem núna þjónar okkur var minnkaður til að þjóna pólitískum tilgangi þáverandi samgönguráðherra, sem var á atkvæðaveiðum og vildi láta smíða skipið í sínu kjördæmi. Hann skyldi passa í skipalyftuna á Akureyri. Þetta gekk eftir, Herjólfur var styttur og eftir sat skip sem var minna sjóskip, var lengur að sigla í Þorlákshöfn, með tilheyrandi olíukostnaði, óþægindum fyrir farþegana og minni flutningsgetu, með tilheyrandi fjárhagslegu tapi fyrir allt samfélagið í Eyjum. En þetta er allt í lagi. Við höfum nefnilega svokallað páfagaukaminni og gleymum hlutunum á nokkrum mánuðum. Og já, ráðherrann knái fékk líklega nokkur aukaatkvæði út á framtakið í komandi kosningum. Herjólfur var smíðaður í Noregi. Hann var minnkaður til þess eins að passa inn í skipalyftuna á Akureyri.

Framtíðin

Framundan er smíði nýs Herjólfs. Hann er hannaður til þess að passa inn í meistaraverk allra tíma, sjálfa Landeyjahöfn. Höfnina sem átti að vera byltingin í samgöngumálum Vestmannaeyinga, höfnina sem átti einungis að vera lokuð 10 til 12 daga á ári, höfnina sem sandurinn átti að taka í sátt, ja svona nokkurn veginn allan sandinn, nema þessa 30 til 60 þúsund rúmmetra sem mögulega myndi að gera okkur þann óskunda að glepjast inn í höfnina og dæla þurfti burt. Hinum færustu hönnuðum þess tíma var smalað saman til þess að hanna ferjuna góðu, þeir komust að því að hún mátti alls ekki vera lengri en 66 metra löng, hún var nefnilega hönnuð inn í höfnina.

Nú bregður svo við, að smíðanefndin góða hefur komist að þeirri niðurstöðu að ferjan sem verið hefur í hönnun undanfarin misseri er kolröng að stærð. Það er víst nauðsynlegt að lengja hana svo hún geti sinnt hlutverki sínu, að halda samgöngum við Vestmannaeyjar í góðu lagi. Í yfirlýsingu sem Andrés Þ. Sigurðsson og Sigurður Áss Grétarsson gáfu út í fjölmiðlum í þarsíðustu viku kemur fram að færustu skipaverkfræðingar hafi verið fengnir til verksins. Þetta eru góðar fréttir. Þá hafa væntanlega þeir sem ábyrgð bera á hönnun “stuttu” ferjunnar verið látnir taka pokann sinn og nýjir “færari” tekið við. Viljið þið nú ekki gjöra svo vel að upplýsa okkur um það hverjir voru látnir taka pokann sin nog hverjir hinir færustu skipaverkfræðingar eru.

Dönsku sérfræðingunum um að kenna

Í yfirlýsingunni þeirra kemur einnig fram að þetta með sandinn sé allt dönsku sérfræðingunum að kenna. Þetta eru góðar fréttir. Loksins er búið að finna sökudólg. Loksins. Þegar ákveðið var að fara út í gerð Landeyjahafnar var stuðst við skýrslu sem gerð var árið 2007. Þar kom fram að áætlað yrði að hreinsa yrði milli 30 og 60 þúsund rúmmetra af sandi úr og frá Landeyjahöfn á ári. Frá Apríl á þessu ári til dagsins í dag er búið að fjarlægja 750 þúsund rúmmetra og áætlað að til loka apríl á næsta ári verði rúmmetrarnir orðnir 1 milljón. Það er auðvitað ótækt að danirnir verði ekki verði ekki látnir sæta ábyrgð gjörða sinna, en auðvitað hlýtur byrjunin að vera sú að fá að heyra þeirra hlið á málinu. Játa þeir glæpinn umyrðalaust?

Í yfirlýsingu Andrésar og Sigurðar Áss kemur líka fram að það yrði stórt skref aftur á bak að fresta málinu enn og aftur eins og lagt var til af Sævari M. Birgissyni í viðtali í Morgunblaðinu þann 1. Október. Það er eins og mig minni að í fyrra hafi sömu orð verið viðhöfð varðandi “stuttu” ferjuna fyrir ári síðan. Er ekki dásamlegt til þess að hugsa að menn hafi ekki tekið það stóra skref aftur á bak í fyrra að hefja smíði „stuttu“ ferjunnar, sem í fyrra hefði getað siglt nánast alla daga en getur það ekki í dag?

Kæri ráðherra

Ágæti ráðherra. Hefur saga Landeyjahafnar ekki sýnt það og sannað að það sé ástæða til þess að stíga varlega til jarðar. Er ekki kominn tími til þess að fagmenn verði fengnir til verksins. Er ekki kominn tími til þess að gerð verði vönduð greining á því hversu stóra ferju Vestmannaeyingar og gestir þeirra eins það er orðað í frumskýrslu þá Vegagerðarinnar um Landeyjahöfn þurfa. Er ekki kominn tími til þess að bílastæðin í Landeyjahöfn verði endurhönnuð með tilliti til sandfoks og þeirrar staðreyndar að lakkskemmdir upp á tugi milljóna hafi orðið á bílum í Landeyjahöfn? Er ekki kominn tími til þess að húskofinn sem engann veginn annar farþegum á leið til og frá Vestmannaeyjum verði endurhannaður?

 

F.h Horft til framtíðar,

Alfreð Alfreðsson

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.