Jón Pétursson um lekt þak íþróttahúss:

Búið er að verja tugum milljóna í að reyna að koma í veg fyrir lekann

- Alfarið á ábyrgð þjálfara að meta hvort hann vill vera með æfingar við slíkar aðstæður

14.Október'15 | 06:19

Við greindum frá því í gær að nýrri salurinn í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja héldi ekki vatni og af því stafaði slysahætta. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs var til svara er Eyjar.net leitaði eftir viðbrögðum frá forsvarsmönnum Vestmannaeyjabæjar. Hann segir meðal annars að tugum milljóna hafi verið varið til að reyna að koma í veg fyrir lekann, en það ekki tekist.

„Ég tel að vel koma til greina að loka íþróttasalnum ef leki kemur upp.  Það verður þó alfarið á ábyrgð þjálfara að meta hvort hann vill vera með æfingar við slíkar aðstæður. Allt frá því að húsið var tekið í notkun 28. desember 2001 hefur verið glímt við lekavanda. Búið er að verja tugum milljóna í að reyna að koma í veg fyrir lekann en það hefur ekki tekist" segir Jón og heldur áfram:

„Vestmannaeyjabær lætur einskis ófreistað að leysa þennan vanda. Nýlega fékk Vestmanneyjabær verkfræðiúttekt á Íþróttamiðstöðinni þar sem meðal annars voru notaðar hitamyndavélar til greiningar á vandanum. Niðurstöður þeirrar úttektar bendir til þess að lekinn gæti stafað af frágangi milli veggja og þaks en það er þó ekki öruggt. Fátt bendir til þess að lekinn stafi af dúknum á þakinu. Eftir að þessar niðurstöður lágu fyrir var fundað með hönnuði hússins og í framhaldi af því var ákveðið að láta skoða þennan frágang. Nú er beðið eftir heppilegu veðri og að fá iðnaðarmenn í þetta verk."

Öryggi á að vera í fyrirrúmi

„Því miður er ekkert öruggt með svona viðgerðir fyrr en búið er að finna hvað veldur. Á meðan svo er þá er ljóst að öryggi iðkenda skiptir mestu máli. Meti þjálfari að hætta steðji að fyrir íþróttaiðkendur þá verður einfaldlega að leggja niður æfingar á meðan á þessu stendur. Verður vandinn enn meiri verður einfaldlega að loka salnum þar til búið er að komast fyrir vandann. Öryggi á að vera í fyrirrúmi." segir Jón Pétursson að endingu í samtali við Eyjar.net. 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%