Slysahætta í sal Íþróttamiðstöðvar

13.Október'15 | 06:57

Töluverður leki er í nýja sal Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Svo mikill að á fjölliðamóti í handknattleik sem haldið var hér í Eyjum á dögunum þurftu dómarar leikjanna að vera með handklæði til að þurrka upp bleytu mjög reglulega.

Ekki þarf að fjölyrða um slysahættuna sem skapast við slíkar aðstæður og í þessu tilviki þarf að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofaní hann - með öllum tiltækum ráðum. Kunnugir sem Eyjar.net hafa rætt við segja að vandamál þetta sé ekki nýtt af nálinni. ,,Þakið hefur lekið í nokkur ár" fullyrti einn viðmælandinn við Eyjar.net sem þó vildi ekki kom fram undir nafni. Ennfremur segir hann:

,,Það er stórhættulegt að vera á hlaupum þarna inni, iðkendur eru flestir í nýjum og góðum íþróttaskóm sem hafa mjög gott grip undir sólanum. Þegar þeir svo lenda í bleytunni, renna þeir af stað þar til skórinn grípur í gólfið að nýju og þá geta hræðilegir hlutir gerst. Við erum að tala um alvarleg hnémeiðsl eða viðkomandi getur hæglega flogið það illa á hausinn að hann hljóti varanlegan skaða."

Eyjar.net hefur heimildir fyrir því að búið sé að skoða málið og reyna að gera úrbætur sem ekki hafa virkað af hálfu Vestmannaeyjabæjar. Eyjar.net mun fylgja málinu eftir og ræða við forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar vegna málsins.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.