Tónlistarskólinn:

Minnkandi áhugi á blásturshljóðfærum

12.Október'15 | 05:40
tonlistaskoli

Mynd: Tónlistarskólinn

Stefán Sigurjónsson, skólastjóri tónlistarskólans gerði grein fyrir stöðu skólans haustið 2015 á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Innritun hófst þann 20. ágúst og kennsla hófst viku síðar. Nú eru um 120 nemendur við skólann sem er svipaður fjöldi og var í skólanum í fyrra. 

Ennfremur segir að flestir nemendur séu í gítarnámi eða 33 talsins, 26 nemendur stunda söngnám, 19 nemendur eru í námi í trommuleik og 25 nemendur eru að læra á blásturshljóðfæri. Áhugi á blásturshljóðfærum fer því miður minnkandi en Vestmannaeyingar hafa lengst af verið með öflugar lúðrasveitir og góða kennara á blásturshljóðfæri. Þessi þróun virðist svipuð um allt land.

Áhugi á fiðlunámi er að aukast og nú eru 6 nemendur að læra a fiðlu og píanónemendur eru 11 talsins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.