Þjóðhátíð 2015:

Tilkynnt um fimm kynferðisbrot

9.Október'15 | 18:08

Lögreglunni í Vestmannaeyjum bárust tilkynningar um fimm kynferðisbrot um Verslunarmannahelgina. Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal, innanríkisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarsson, kapteins Pírata.

Þrjár tilkynningar bárust um nauðganir, ein tilkynning um brot gegn blygðunarsemi og ein tilkynning um kynferðislega áreitni. Kært var í fjórum málum af fimm. Helgi Hrafn óskaði eftir svari við því hversu margar tilkynningar og kærur um kynferðisbrot hefðu borist lögregluyfirvöldum í tengslum við þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, Páley Borgþórsdóttir, sendi fjölmiðlum bréf fyrir Verslunarmannahelgi um að ekki yrðu veittar upplýsingar um hugsanleg kynferðisbrot á Þjóðhátíð. Ákvörðun lögreglustjórans var gagnrýnd en Páley sagðist hafa sent bréfið til að vernda þolendur kynferðisbrota.

Á þriðjudeginum eftir Verslunarmannahelgi, 4. ágúst, var tilkynning birt á vefsíðu lögreglunnar um að lögreglu hafi borist tilkynningar um tvö kynferðisbrot í Vestmannaeyjum. Í svari innanríkisráðherra kemur fram að lögreglu hinar þrjár tilkynningarnar hafi borist lögreglu 4., 5., og 6. ágúst, eftir að lögregla hafði gefið út tilkynningu um fjölda brota.

 

Ruv.is greindi frá.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.