Einungis er notað viðurkennt gúmmíkurl

í Eyjum

8.Október'15 | 14:10

Á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar var til umræðu ályktun stjórnar Heimilis og skóla um endurnýjun gervigrasvalla vegna eiturefna í dekkjakurli.

Stjórn Heimilis og skóla sendi sveitarfélögum landsins ályktun félagsins. Þar sem farið er fram á það við sveitarfélög að gervigrasvellir sem þaktir eru gúmmíkurli úr dekkjum verði endurnýjaðir í ljósi upplýsinga um að dekkjakurl á fótboltavöllum innihaldi krabbameinsvaldandi efni.

Fjölskyldu- og tómstundaráð vekur athygli á því að Vestmannaeyjabær hætti notkun á umræddu gúmmíkurli um leið og fyrstu fréttir um skaðsemi þess komu fram fyrir fjórum árum. Einungis er notast viðurkennt gúmmíkurl, að því er segir í bókun ráðsins.

 

Tengd frétt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.