Beðið eftir nýju grasi á Eimskipshöllina

„Ekki sú þjónusta sem við viljum bjóða iðkendum uppá"

- segir Ólafur Snorrason framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyjabæ

7.Október'15 | 12:32

Eimskipshöllin eins og hún leit út áður en grasið var tekið upp

Fyrir nokkrum vikum var hafist handa við að fjarlægja gervigrasið af Eimskipshöllinni. En bólar ekkert á nýju grasi og eru iðkendur og þjálfarar orðnir óþreyjufullir eftir að geta nýtt aðstöðuna - enda nú farið að kólna í veðri.

Ólafur Snorrason er framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyjabæ. Við byrjuðum á að spyrja hann hvers vegna nú sé verið að skipta út grasi sem ekki sé orðið 5 ára gamalt?

Hann segir að frá upphafi hafi Vestmannaeyjabær ekki verið fullkomlega sáttur með grasið á höllinni. Þegar ábyrgðartími framleiðanada var að renna út óskaði Vestmannaeyjabær eftir því að framleiðandi skilað ástandsskýrslu á grasinu. Aðilar frá framleiðanda komu til Vestmannaeyja í úttekt en ekkert bólaði á skýrslunni þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Í ágúst fáum við síðan þau skilaboð að það eigi að skipta um gras á kostnað framleiðanda og var strax hafist handa við að rífa gamla grasið af af aðilum á vegum framleiðanda. 

„Samkvæmt þeim upplýsingum sem við fengum átti nýja grasið að vera komið á 10 dögum seinna.  Enn bólar ekkert á grasinu né mannskap og er Vestmannaeyjabær búinn að vera í sambandi við verktakann sem er í raun ábyrgur en án árangurs.  Þó fékk ég staðfestingu á því í gær að grasið væri komið í gám á leið til landsins. Vonandi fer að rætast úr þessu en þetta er mjög bagalegt og er ekki sú þjónusta sem við viljum fá og bjóða iðkendum uppá" segir Ólafur.

Kurlið í grasinu.

Einnig spurðum við Ólaf út í kurlið sem sett er í grasið og hefur verið mjög í umræðunni síðustu daga.

„Þetta kurl sem notað var í vellina á sínum tíma var eitthvað sem kurlað var úr gömlum bíldekkjum að mér skilst.  Ég er nú engin sérfræðingur en svona skilst mér að þetta hafi verið.  Það er áberandi munur á þessu gúmmí. Svarta gúmmíið úr sparkvöllunum var kantað og greinilega kurlað en þetta gráa í knattspyrnuhúsinu er framleitt sérstaklega fyrir þessa velli og meira rúnað og að því er mér skilst á ekki að berast ryk úr þessu."

Fyrirtækið sem er framleiðandi af gervigrasinu heitir Polytan og er þýskt.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.