Dagbók lögreglunnar:

Fékk í gegnum sig 11000 volta straum

5.Október'15 | 17:08

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og sinnti hinum ýmsu verkefnu sem upp komu.  Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og engin teljandi útköll á öldurhús bæjarins.

Tvö þjófnaðarmál komu til kasta lögreglu í liðinni viku og var í báðum tilvikum um að ræða fjóra 14 ára drengi.  Höfðu þeir stolið neftóbaki og áfengi á tveimur stöðum og sátu við drykkju þegar lögreglan hafði afskipti af þeim.  Þeir viðurkenndu þjófnaðinn og er mál drengjanna í meðferð hjá barnaverndaryfirvöldum.

Eitt mál er varðar brot á lyfjalögum kom inn á borð lögreglu í vikunni en um var að ræða sendingu í pósti sem í voru sterar.  Viðurkenndi viðtakandi sendingarinnar að vera eigandi efnisins og telst málið upplýst.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku og var í öðru tilvikinu um minniháttar árekstur að ræða og engin slys á fólki.  Í hinu tilvikinu var um að ræða harðan árekstur á gatnamótum Höfðavegar og Ofanleitisvegar og þurfti að flytja bæði ökutækin í burtu með kranabifreið.  Engin slys urðu á fólki.

Laust fyrir hádegi þann 2. október sl. var lögreglan kölluð að HS-veitum vegna vinnuslyss en þarna hafði starfsmaður HS-veitna fengið í gegnum sig 11000 volta straum og fór straumurinn í gegnum líkama mannsins frá hægri hendi og út um vinstra hné. Brenndist maðurinn nokkuð við það og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum til aðhlynningar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.