Samantekt

Hvað segja skipstjórarnir?

- sem siglt hafa í Landeyjahöfn

4.Október'15 | 09:41
landeyjahofn_loftmynd_staerri

Landeyjahöfn séð úr lofti í blíðu

Flestir þeir skipstjórar sem siglt hafa í Landeyjahöfn hafa tjáð sig um hvert þeir telja að vandamálið sé. Hér verður reynt að draga þessi ummæli saman og fá út niðurstöðu. Fyrst ber að skoða hvað skipstjórum Herjólfs finnst athugavert. Þeir eru jú þeir skipstjórar sem hvað oftast hafa siglt í Landeyjahöfn.

Hér má sjá hvað þeir telja vandamálið sé, en auk þess er í þessari könnun sem gerð var fyrir Vegagerðina rætt við skipstjóra Baldurs. Þá hefur Steinar Magnússon, reynslumesti skipstjóri Herjólfs tjáð sig opinberilega um málið:

En fleiri hafa siglt í Landeyjahöfn. Sveinn Rúnar Valgeirsson skipstjóri á Lóðsinum er einn þeirra. Hann hefur farið ítarlega yfir málið í greinum hér á Eyjar.net. En þar segir Sveinn meðal annars:

„Hvað varðar þá spurningu, sem oft ber á góma um hvort Landeyjahöfn sé nú allt í einu nógu góð og vanti bara rétta skipið er mitt svar:
Höfnin sjálf er ekki aðal vandamálið, heldur er aðkoman að henni, og sú staðreynd breytist ekki við nýja ferju, hvort sem hún er frá Grikklandi eða lítil ferja frá smíðanefndinni. Reyndar væri ágætt að fá grísku ferjuna til prufu. Með því fengjust svör við ýmsum spurningum varðandi samgöngur milli lands og Eyja."

 

Þá hefur farþegaskipið Víkingur siglt í umrædda höfn. Þar er skipstjóri Sigurmundur Gísli Einarsson. Sigurmundur hefur einnig rætt opinberilega um hvert hann telji vandamál hafnarinnar. Sigurmundur segir:

„Að höfnin skuli vera lokuð í sex mánuði segir okkur að það er eitthvað að höfninni. Höfnin er ekki góð, það þarf að klára þetta mannvirki."

Að endingu ber að nefna dýpkunarskip Björgunar sem þarna hafa mokað upp fleiri hundruðum þúsunda rúmmetra af sandi. Talsmaður Björgunar sagði orðrétt í viðtali við mbl.is:

„Menn ætla að eyða ein­hverj­um millj­örðum í smíði á nýj­um Herjólfi. Hann mun aldrei geta siglt alla daga í Land­eyja­höfn nema með ein­hverri stór­kost­legri breyt­ingu á höfn­inni,“

 

Niðurstaða

Ef öll þessi álit er dregin saman og yfirfarin er niðurstaðan sú að allir þessir aðilar telja stóra vandamálið vera aðkoman að höfninni. eða eins og segir í áðurnefndri könnun skólastjóra Skipstjórnarskóla Tækniskólans:

,,Í huga skipstjóranna er helsta vandamál við notkun Landeyjahafnar hve aðkoma að höfninni er erfið við vissar aðstæður."

 

Væri því ekki ráð að fá nýja aðila til að endurhanna höfnina til þess að venjuleg skip geti siglt þangað flesta daga ársins og dýpkun verði svipuð og í öðrum höfnum?

Þetta eru sérfræðingar sem nota höfnina og bera flestir ábyrgð á farþegaflutningum þangað.

Steinar m

Steinar Magnússon

sveinn

Sveinn Valgeirsson

Sigurmundur Einarsson

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).