Aðstaða skemmtiferðaskipa:

Flotbryggja norðan Eiðis eða viðlegukantur í Skansfjöru?

- Enn verið að skoða málið

2.Október'15 | 06:30

Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs lagði á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs fram uppfærða kostnaðaráætlun á flotbryggju norðan Eiðis.

Hafnsögumaður fór yfir möguleika á móttöku skemmtiferðaskipa og var sérstaklega ræddur möguleiki á aðstöðu norðan Eiðis og í Skansfjöru.

Ljóst er að aukin umsvif í Vestmannaeyjahöfn hafa þrengt verulega að starfsemi við höfnina. Ráðið óskar eftir því við framkvæmdastjóra að kannaður verði kostnaður við nauðsynlegar rannsóknir vegna hugsanlegs legukants í Skansfjöru, segir í bókuninni og telur ráðið nauðsynlegt að skoða alla möguleika áður en ákvörðun verður tekin.

Flotbryggja norðan Eiðis kostar líklega á bilinu 70-80 milljónir

Ólafur Snorrason framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs segir að það sé verið að skoða möguleika á að ná fleiri farþegaskipum til Eyja.

„Í fyrsta lagi geta stærstu skipin ekki komið inn vegna þrengsla í höfninni og sigling á litlum farþegabátum getur oft á tíðum vafist fyrir mönnum. Þvi hefur verið velt upp þeim möguleika að koma fyrir flotbryggju norðan Eiðis. Sú útfærsla sem var til umræðu þarna kostar líklega á bilinu 70-80 milljónir króna.  Þá er eftir að koma upp aðstöðu í landi vegna þessa.

Einnig hefur verið ræddur sá möguleiki að setja viðlegukant í Skansfjöru sem gæti tekið að móti stærri skipum en komast inn í höfnina núna.  Allt er þetta á frumstigi og var ákveðið að athuga hvað kostar að gera athuganir á kanti í Skansfjöru. Það hafa engar tölur verið nefndar í því sambandi en vilji er til að skoða málið aðeins betur og reyna að fá einhverja hugmynd um hvaða tölur er um að ræða í svona verk." sagði Ólafur í samtali við Eyjar.net.

 

Tengd frétt.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.