Pysjur í október
Mjög óvenjulegt ár
1.Október'15 | 22:47Nú er kominn fyrsti október og enn er verið að koma með talsvert af pysjum í pysjueftirlitið. Í dag var komið með 224 pysjur og er því heildarfjöldi pysja þetta árið kominn upp í 2265.
Einstöku sinnum hafa síðustu pysjurnar verið að berast eftirlitinu í október, en þá er hægt að telja þær á fingrum annarar handar. Þetta ár er því mjög óvenjulegt að þessu leiti. Eins og oft áður þegar fer að líða undir lok pysjutímans erum við að sjá nokkuð meira af dúnuðum pysjum, segir í frétt Sæheima.
Rauða sævesla bjargvættur
Lundinn hefur verið að bera fisk sem nefnist rauða sævesla í pysjurnar núna í september og virðist það vera að bjarga miklu. Rauða sævesla var einnig í sjónum við Eyjar haustin 2007 og 2012 þegar einnig var að finnast talsvert af pysjum í bænum. Hún virðist því vera bjargvættur lundans þegar sandsílið bregst.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.