Sævar M. Birgisson skipaverkfræðingur:
„Þetta er vitlaus nálgun“
1.Október'15 | 06:15„Mín skoðun er einfaldlega sú að þetta sé vitlaus nálgun. Það þarf að taka Þorlákshöfn meira inn í myndina. Hönnuðir vinna eftir því sem fyrir þá er lagt. Skoða þarf málin mun betur og láta reynsluna tala. Ég vil ekki dæma Landeyjahöfn úr leik en hún hefur bara sýnt að hún dugar ekki allt árið.“
Þetta segir Sævar M. Birgisson skipaverkfræðingur, sem var þar til nýverið í starfshópi um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju.
Hann segist lítil áhrif hafa getað haft á þá stefnu sem hönnun ferjunnar tók. „Það var búið að negla þetta allt niður,“ segir Sævar, sem telur að staldra þurfi allrækilega við. Menn verði að viðurkenna að mistök hafi verið gerð við hönnun Landeyjahafnar og ekki sé hægt að bjarga því með nýju skipi.
Svipaðrar skoðunar er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, að því er fram kemur í umfjöllun um ferjusamgöngur við Eyjar í Morgunblaðinu í dag.
Þessu tengt: Til stendur að lengja nýju ferjuna
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.