Sæv­ar M. Birg­is­son skipa­verk­fræðing­ur:

„Þetta er vit­laus nálg­un“

1.Október'15 | 06:15

„Mín skoðun er ein­fald­lega sú að þetta sé vit­laus nálg­un. Það þarf að taka Þor­láks­höfn meira inn í mynd­ina. Hönnuðir vinna eft­ir því sem fyr­ir þá er lagt. Skoða þarf mál­in mun bet­ur og láta reynsl­una tala. Ég vil ekki dæma Land­eyja­höfn úr leik en hún hef­ur bara sýnt að hún dug­ar ekki allt árið.“

Þetta seg­ir Sæv­ar M. Birg­is­son skipa­verk­fræðing­ur, sem var þar til ný­verið í starfs­hópi um hönn­un og smíði nýrr­ar Vest­manna­eyja­ferju.

Hann seg­ist lít­il áhrif hafa getað haft á þá stefnu sem hönn­un ferj­unn­ar tók. „Það var búið að negla þetta allt niður,“ seg­ir Sæv­ar, sem tel­ur að staldra þurfi all­ræki­lega við. Menn verði að viður­kenna að mis­tök hafi verið gerð við hönn­un Land­eyja­hafn­ar og ekki sé hægt að bjarga því með nýju skipi.

Svipaðrar skoðunar er Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um ferju­sam­göng­ur við Eyj­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

 

Mbl.is greindi frá.

Þessu tengt: Til stendur að lengja nýju ferjuna

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.