Nýr Herjólfur stækkar

Til stendur að lengja nýju ferjuna

Verður einungis 2 metrum styttri en núverandi skip.

30.September'15 | 14:17

Eyjar.net hefur heimildir fyrir því að nú sé verið að skoða alvarlega að breyta hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju. Áður hafði verið gefið út að skipið skildi verða 64,68 metrar að lengd og 15,1 metrar að breidd.

Samkvæmt heimildum Eyjar.net stendur til að lengja ferjuna um 4,12 metra og fer hún þá í 68,8 metra. Ekki er ráðgert að breikka ferjuna samkvæmt sömu heimildum. Til samanburðar má geta þess að núverandi Herjólfur er 70,7 m að lengd og 16 m að breidd. Ekki er á þessari stundu vitað um ástæður breytingana en búið var gefa út að hönnun ferjunnar væri á lokastigi í febrúar sl.

Í þessu samhengi er rétt að rifja upp ummæli Andrésar Þorsteins Sigurðssonar sem sæti á í smíðanefnd nýrrar ferju. Hann sagði í samtali við Eyjar.net í apríl síðastliðnum:

„Það er enginn efi hjá mér um það að til að ná árangri í siglingum til Landeyjahafnar þarf nýtt skip. Ef skoðuð er umferðarspá Vegagerðarinnar þá er miðað við flutninga um Landeyjahöfn. Með mörgum ferðum nást afköst í fólksflutningum. Ef við stækkum skipið fækkar ferðum til Landeyjahafnar og afköstin minnka, einnig mun eftirspurn eftir ferðum detta niður. Það hefur sýnt sig að fólk vill ekki koma til Eyja ef siglt er til Þorlákshafnar, en auðvitað er hægt að hafa áhyggjur af verkefninu því það er erfitt."

 

Nánar verður fjallað um þessa breytingu hér á Eyjar.net á næstu dögum.
 

Þessu tengt:

Skipið kom mjög vel út í siglingahermi

Samanburður - fyrir lengingu.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.