Bæjarráð:

Leiðir til eflingar flugsamgangna

við Vestmannaeyjar

30.September'15 | 09:59

Bæjarráð fjallaði á fundi sínum í gær um niðurstöðu stýrihópsins sem stofnaður var til að leggja til leiðir til að efla flugsamgöngur við Eyjar og þá sérstaklega á þeim tíma sem ferjusiglingar til Landeyjahafnar eru óstöðugar.

Í minnisblaðinu koma fram eftirfarandi tillögur:

Styrkja flug til Eyja yfir vetrartímann

Bjóða út/styrkja flugsamgöngur við Eyjar yfir það tímabil sem Herjólfur siglir ekki með reglubundum hætti til Landeyjahafnar. Ríkið styrkir flugleiðir til staða sem búa við afar slæmar samgöngur og ferðatími til Rvík er lengri en 3,5 tímar og fjöldi farþega ónógur til að standa undir kostnaði við áætlanaflug. Ljóst er að Eyjar uppfylla þessar forsendur á meðan Landeyjahöfn er lokuð, þar sem ferðatími fer yfir 3,5 tíma þegar siglt er til Þorlákshafnar og siglingaleiðin til Eyja getur með stuttum fyrirvara lokast alveg. Áætlanaflug til Eyja er þó til staðar en kostnaður er of mikill fyrir almenning til að hann nýti sér flugið.

Vísast til skoðunar í Innanríkisráðuneyti.

Styrkja markaðssetningu á flugi til Eyja

Mjög takmarkað fjármagn er sett í beina markaðssetningu á flugi til Eyja. Með aðkomu ríkisins í gegnum hina ýmsu styrktarsjóði sem ætlað er að efla ferðaþjónustu og með auknu samstarfi hagsmunaaðila er hægt að leggja grunn að fjölgun ferða, auknu sætaframboði og um leið stuðla að lækkun flugfargjalda.

Vísast til skoðunar í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Sjúkravél staðsett í Eyjum

Kanna með að staðsetja sjúkraflugvél í Eyjum. Samningur um sjúkraflug er í gildi til ársins 2016 með möguleika á framlengingu til ársins 2018. Sjúkravél staðsett í Eyjum myndi hjálpa flugfélagi að halda úti áætlunarflugi bæði á Bakkaflugvöll og til Reykjavíkur. Jafnframt myndi slíkt fyrirkomulag um leið auka öryggi í Eyjum með tilliti til sjúkraflugsins. Stýrihópurinn telur nauðsynlegt að horfa þurfi til þessa þegar núgildandi samningur um sjúkraflug rennur úr gildi.

Vísast til skoðunar í Heilbrigðisráðuneyti.

Efla flug á Bakka

Á seinustu árum hefur mikil áhersla verið lögð á að markaðssetja Landeyjahöfn sem tengingu Eyjanna við meginlandið og hringveginn. Þessi áhersla hefur orðið til þess að nánast allir þeir ferðamenn sem koma til Vestmannaeyja fara í dag í gegnum Landeyjahöfn. Mikilvægt er að hugað verði að því að halda þessum gáttum opnum á þeim tíma sem ekki er siglt í Landeyjahöfn. Fyrir liggur að ríkið hefur yfir að ráða fjármunum sem ætlað var að bæta samgöngur milli Suðurlands og Vestmannaeyja (Sjá fjárlagatexta í viðauka 5). Stýrihópurinn mælir með því að skoðað verði sérstaklega að nýta þá tugi milljóna sem enn eru eftir af þessu fjármagni til að styrkja áætlunarflug á Bakkaflugvöll. Um leið verði hugað að samkomulagi við Strætó og bílaleigu um að þjónusta völlinn.

Vísast til skoðunar í Innanríkisráðuneyti.
 

Bæjarráð þakkar stýrihópnum fyrir framlögð gögn og tekur undir þau úrræði sem lögð eru til, til að efla flugsamgöngur við Vestmannaeyjar.
Bæjarráð óskar eftir því að ráðherrar ferða- og samgöngumála setji af stað vinnu til að skoða fýsileika þessara tillagna.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.