Áki Heinz:

Hættir eftir 42 ára starf

30.September'15 | 12:18

Í dag, 30. september 2015, er síðasti vinnudagur Áka Heinz Haraldssonar í Ráðhúsinu. Áki hefur starfað í Ráðhúsinu öðrum lengur, hvorki meira né minna en í 42 ár.

Sjálfur segir Áki að hann hafi valið daginn í dag sem síðasta vinnudag á vinnumarkaði þar sem faðir hans hefði orðið 104 ára í dag og því væri auðvelt fyrir hann sjálfan að muna hvaða dag hann lét af störfum.

Áki er hafsjór af fróðleik og þekkir menn og málefni betur en flestir. Það hefur sannarlega komið sér vel fyrir marga. Áki er einnig mikið gæðablóð, einlægur, kíminn og það þykir einhvern veginn öllum vænt um Áka.

Samstarfsfélagar kveðja Áka með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir gott starf í þágu sveitarfélagsins, dýrmæta vináttu og góðar samverustundir. Nú taka við nýir tímar hjá Áka og óskum við honum velfarnaðar í hvívetna, segir í frétt á Vestmannaeyjar.is.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.