Pysjudauði vegna olíubrákar

26.September'15 | 11:14
Pysjur_hofnin_2015_cr

Myndin er tekin í Friðarhöfn

Töluvert af lundapysjum fer líkt og vanalega í Vestmannaeyjahöfn. Þær eiga sérlega erfitt uppdráttar nú vegna olíubrákar og er mikið af pysjudauða vegna þessa. Eyjar.net setti sig í samband við Margréti Lilju Magnúsdóttur, safnstjóra Sæheima vegna þessa.

„Við hér í Sæheimum erum búin að vera að fá fjölda pysja sem fólk er að finna þar sem þær eru að ströggla við að koma sér upp úr sjónum við smábátahöfnina og Skansinn. Þær eru nær dauða en lífi og mjög olíublautar. Mér skilst að það sé olíubrák alveg inn að Skansi."

„Það er sárt að sjá þetta sérstaklega þar sem allir eru að bjarga pysjum og mikil gleði hvað þær eru margar í ár. Krakkarnir sem eru að finna þessar pysjur eru mjög miður sín yfir þessu og eru jafnvel að setja sig í hættu við að ná þeim upp úr höfninni." sagði Margrét Lilja og beinir hún því til fólks að sleppa ekki pysjum á Skansinum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%