Dagbók lögreglunnar:

Tölvuþjófnaður í Geisla

22.September'15 | 17:29

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í liðinni vegna hinna ýmsu mála sem upp komu.  Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum og lítið um að aðstoða þufti fólk í tenglsum við skemmtanahaldið. 

Í hádeginu þann 21. september sl. var lögreglu tilkynnt um þjófnað á fartölvu úr versluninni Geisla.  Á upptökum úr eftirlitsmyndavélum verslunarinnar sást hvar maður tók tölvuna á meðan afgreiðslumaður verslunarinnar var upptekin við að afgreiða félaga mannsins. Sami maður reyndi einnig að taka leikjatölvu en afgreiðslumaðurinn varð var við það og tók tölvuna af honum áður en hann komst í burtu með hana.  Mennirnir voru handtekinir skömmu síðar og fannst fartölvan í fórum annars þeirra. Viðurkenndi sá maður að hafa tekið tölvuna og kvaðst hafa verið einn að verki.  Málið telst að mestu upplýst.

Eitt vinnuslys var tilkynnt til lögreglu í liðinni viku en þarna hafði maður sem var að skera af netum skorið í þumalfingur vinstri handar með þeim afleiðingum að sin fór í sundur.  Hann leitaði aðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum þar sem hann fór í aðgerð.

Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni en þarna var um minniháttar óhappa að ræða og engin slys á fólki.

Fjórar kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en m.a. er um að ræða vanrækslu á að hafa öryggisbelti spennt í akstri, farþegar fluttir á þann hátt að það veldur þeim hættu og ekki sýnd nægileg tillitssemi eða varúð við akstur.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%