Fór út að leita að lundapysju en fann Justin Bieber

22.September'15 | 08:19

Líkt og frægt er orðið kom Justin Bieber til landsins í gær. Fréttist af honum fyrst á Lemon í Keflavík en þaðan var ferðinni heitið um Suðurland þar sem hann skoðaði sig um ásamt fylgdarliði sínu. Síðdegis hélt hann svo til Vestmannaeyja, líkt og Eyjar.net greindi frá í gær.

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum greinir frá því á Facebook-síðu sinni og sagði nauðsynlegt að kenna Bieber að spranga, leita að lundarpysjum og pissa fram af Urðarvita. Í Vestmannaeyjum skáluðu Bieber og félagar hans í rauðvíni á einu af veitingahúsum bæjarins.

Elliði sagði þetta í samtali við Pressuna:

,,Dálítið krúttlegt hvernig tveir menningarheimar hafa mæst hér í Eyjum. Börnin hafa nefnilega sameinað leit að lundapysjum og leitina að Bieber. Heyrði í lítilli frænku minni áðan sem fór að leita að lundapysjum en fann enga, það var samt allt í lagi af því að hún sá Justin Bieber vera að kaupa sér ís."

bieber_instagram

Þessa mynd birti Bieber á Instagramsíðu sinni.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.