Gjaldskrábreytingar í sundlaugina

Árskort lækkar í verði - tekur í gildi um næstu áramót

20.September'15 | 01:11

Á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var samþykkt tillaga forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar um gjaldskrábreytingu. Fram kemur að aðsókn fullorðinna í sund hafi dregist saman á síðustu árum. Vestmannaeyjabær vill stuðla að heilsueflingu með því að nýta betur þá heilsuauðlind sem sundlaugin er.

Forstöðumaður ÍM leggur til að farin verði leið sem hefur gefist vel hjá öðrum sveitarfélögum til auka aðsókn fólks að sundi en það er að bjóða upp á ódýrari árskort. Samhliða verður gerð breyting á gjaldskrá ÍM í sund á 10 og 30 miða kortum sem og á stökum miðum.


Forstöðumaður ÍM leggur til eftirfarandi gjaldskrárbreytingar með gildistíma frá og með 1. janúar 2016:

1. Sölu tíu miða forsölukorta barna verði hætt.
2. Árskort í sund lækki úr 23.750 kr. í 16.900 kr.
3. Þrjátíu miða kort í sund hækki úr 7.300 kr. í 8.500 kr.
4. Tíu miða kort í sund hækki úr 3.400 kr. í 3.900 kr.
5. Stakur miði fyrir fullorðinn hækki úr 550 kr. í 600 kr.

Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir ofangreindar tillögur.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.