Vestmannaeyjabær:

Stefnir í verulega framúrkeyrslu fjárhagsaðstoðar

19.September'15 | 01:21

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs gerðu framkvæmdastjóri og yfirfélagsráðgjafi grein fyrir stöðu fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2015. Fjármagn það sem áætlað er til fjárhagsaðstoðar árið 2015 er uppurið og stefnir í verulega framúrkeyrslu.

Árið 2014 kostaði fjárhagsaðstoðin rúmar 19 milljónir en stefnir í ár í um 31 milljón. Það sem af er árinu hafa um 50 einstaklingar og/eða fjölskyldur fengið aðstoð en voru 58 allt árið 2014. Margar ólíkar ástæður skýra hækkunina á milli ára. Lengri afgreiðslutími ríkisstofnana á atvinnuleysisbótum, endurhæfingarlífeyri og örorkumati hefur þó veruleg áhrif.

Fjölskyldu- og tómstundaráð lýsir yfir áhyggjum af auknum útgjöldum vegna fjárhagsaðstoðar. Ráðið felur framkvæmdastjóra og starfsmönnum félagsþjónustu að skoða leiðir til að bregðast við þörfinni fyrir slíkri neyðaraðstoð s.s með sérstökum húsaleigubótum. Jafnframt felur ráðið framkvæmdastjóra að sækja um heimild til bæjarráðs um aukið fjármagn.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.