Ísfélagið hagnaðist um 24,8 milljón dollara í fyrra

14.September'15 | 17:09

Ísfélag Vestmannaeyja hagnaðist um 24,8 milljón dollara

Hagnaður Ísfélags Vestmannaeyja nam 24,8 milljónum dollara árið 2014. Þá námu eignir samstæðunnar um 279,8 milljónum eða um 36,8 milljörðum íslenskra króna.

Ísfélag Vestmannaeyja skilaði um 24,8 milljón dollara hagnaði árið 2014. Rekstrartekjur námu 105,8 milljónum dollara og EBITDA framlegð var 24,4%. Í fyrra skilaði félagið 26,4 milljónum dollara í hagnað og var EBITDA framlegð 33%. Frá þessu er greint á vef Viðskiptablaðsins.

Eignir samstæðunnar námu 279,8 milljónum dollara og var bókfært eigið fé í árslok 130,6 milljónir dollara. Þá námu rekstrargjöld 79,9 milljónum dollara. Eigið fjárhlutfall samstæðunnar var 46,7%.

Laun og launatengd gjöld námu 25,8 milljónum dollara eða um 3,3 milljörðum íslenskra króna. Heildarlaun og þóknanir til stjórnenda samstæðunnar á árinu 2014 námu 1,4 milljónum dollara eða um 180 milljónum íslenskra króna. 

Í árslok 2014 voru 137 hluthafar í félaginu en voru 139 í ársbyrjun. ÍV fjárfestingafélag ehf. á um 88% útistandandi hlutafjár og er eini hluthafi félagsins sem á yfir 10%. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.