Georg Eiður Arnarson skrifar:

"Braskara ríkisstjórnin"

10.September'15 | 20:52

Ágætur vinur minn sagði mér frá því í vikunni, að samkv. nýjasta greiðsluseðli sínum af húsnæðisláni sínu þá væri verðtryggingin nánast alveg búin að éta upp helminginn af skuldaleiðréttingunni sem hann fékk, sem þýðir að samkv. því, þá verði verðtryggingin búin að éta upp alla hans leiðréttingu svona ca. upp úr miðju næsta ári, og maður spyr sig: til hvers var þá þessi leiðrétting, því þetta virkar orðið svolítið eins og rétta fólki fjármuni með annarri hendi og taka það með hinni. En nóg um það.

Aðal ástæðan fyrir þessari grein eru breytingar á veiðigjöldum, sem ég viðurkenni nú alveg að ég hafði nú ekki velt neitt sérstaklega fyrir mér, enda kvótinn minn svo lítill að hann dugi yfirleitt ekki nema fyrsta mánuðinn af nýju fiskveiðiári og veiðigjöldin hingað til verið í samræmi við það. En nú á heldur betur að láta mig borga, því að fyrir þetta fiskveiðiár er sú breyting gerð að í staðinn fyrir að útgerðir borgi fyrir úthlutaðan kvóta, þá verður nýja veiðigjaldið miðað við landaðan afla, sem þýðir verulega hækkun á því sem ég þarf að borga, en merkilegt nokkuð, þeir sem leigja frá sér kvótann og veiða hann ekki borga ekkert. 

Nú veit ég að kvótaeigendur margir hafa barist fyrir þessu lengi og um stórar upphæðir hjá þeim sem hafa mestu aflaheimildirnar um að ræða, en þeir hafa líka mestu tekjurnar, og svo ég taki sem dæmi af útgerð sem t.d. leigir frá sér 100 tonn af þorski og 100 tonn af ýsu, þá borgar sú útgerð ekkert veiðigjald af þessum 200 tonnum, en sá leigir til sín og veiðir þarf að borga til ríkisins liðlega 6,4 milljónir í veiðigjöld. Vissulega er það nú samt þannig að flestar útgerðir veiða sína kvóta sjálfar og leigja ekki frá sér nema það sem þeir nýta ekki, en klárlega munu þeir sem hafa jafnvel árum saman spilað á kvótakerfið, hvort sem er með svo kallaðri kína leigu eða einhvers konar kvótabraski (og tek það fram að þeir eru nú ekki bestir í krókakerfinu) munu klárlega hafa lang mest út úr þessari breytingu hjá ríkisstjórninni og þess vegna hef ég ákveðið að skíra ríkisstjórnina "Braskara ríkisstjórnina"

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.