Fjálagafrumvarpið 2016:

Ekkert fjármagn til nýsmíði ferju

9.September'15 | 13:31

Í nýju fjárlagafrumvarpi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær er lítillega komið inná sjósamgöngur við Vestmannaeyjar. Ljóst er að enn verður bið á fjármagni úr ríkissjóði til smíði nýrrar ferju.
 

Hér má sjá það sem sagt er um málið í nýja frumvarpinu:

"Frá því að ákveðið var að ráðast í uppbyggingu á Landeyjahöfn var ljóst að fá þyrfti nýja ferju sem hentaði fyrir höfnina og risti grynnra en Herjólfur gerir og var smíði hennar boðin út á sínum tíma. Tilboðsfrestur var til nóvember 2008 en vegna erfiðrar stöðu ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins var ákveðið að hafna öllum tilboðum og nota Herjólf áfram.

Undanfarið hefur verið unnið að því að kanna með nýja ferju milli hafnarinnar og Vestmannaeyja með það að markmiði að bæta samgöngur milli lands og Vestmannaeyja og auka þjónustu við eyjarnar, einkum yfir vetrarmánuðina. Nú er lokið hönnun á nýrri ferju og er gert ráð fyrir að í framhaldinu verði hugað að undirbúningi útboðs. Í því sambandi verður áfram til skoðunar hvaða hagkvæmustu leiðir eru í boði varðandi eignarhald og reksturs á ferjunni. Ekki er því í frumvarpinu gert ráð fyrir tiltekinni fjárveitingu vegna þessara áforma."

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%