KSÍ löngu búið að bóka hótel í Frakklandi

7.September'15 | 01:22
heimir

Heimir Hallgrímsson. Mynd: DV.is

KSÍ er löngu búið að bóka hótel og æfingaaðstöðu í Frakklandi fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Þetta kom fram í þættinum Maður á mann hjá Kjartani Guðmundssyni á Rás 1 í gær en þar var Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, gestur.

„Við erum frekar skipulagðir báðir tveir og við erum  að sjálfsögðu búnir að undirbúa það að við séum að fara til Frakklands á margan hátt. Það er bara hluti af því líka að sýna leikmönnunum að við höfum trú á því sem við erum að gera. Við erum búnir að bóka hótel og æfingasvæði í Frakklandi og gerðum það fyrir löngu síðan, þó að það hafi ekki verið opinbert,“ segir Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Liðið getur tryggt sæti sitt í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu, sem fer fram í Frakklandi næsta sumar, með jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í dag.

„Hótelið heitir Aniche og það er í litlum bæ sem heitir Aniche. Mjög flott umhverfi og við erum búnir að fara þangað tvisvar sinnum út að skoða þetta. Þetta er það sem okkur leist best á,“ segir Heimir, en hann var gestur Kjartans Guðmundssonar í íþróttaþættinum Maður á mann á Rás 1 klukkan 15 í dag. Í þættinum ræddi Heimir meðal annars um uppvaxtarár sín í Vestmannaeyjum, ferilinn sem varnarmaður í ÍBV, sem hann gerir lítið úr, uppgang sinn sem þjálfara og ótrúlega vegferð íslenska landsliðsins síðustu ár, en Heimir gerðist aðstoðarmaður Lars Lagerbäck  þegar sá síðarnefndi var ráðinn landsliðsþjálfari árið 2011. Heimir tók svo við sem aðalþjálfari liðsins tveimur árum síðar og tekur alfarið við stjórn liðsins að Evrópukeppninni í Frakklandi lokinni, ef allt fer samkvæmt áætlun.

Aðspurður segist Heimir búast við miklum fjölda Íslendinga til Frakklands næsta sumar ef Ísland tryggir sér sæti á mótinu, en um 3.000 manns fylgdu liðinu til Hollands á fimmtudaginn var. „Ætli það yrðu ekki tíu til fimmtán þúsund manns, ég gæti trúað því, sem kæmu og færu ef við færum þangað. Án þess að gera lítið úr öðrum íþróttaafrekum, þá er þetta sennilega eitt það stærsta í sögu íþrótta á Íslandi,“ segir Heimir og þakkar íslensku knattspyrnuáhugafólki stuðninginn. „Ég hef oft sagt að fólk eigi ekki að koma á völlinn til að njóta stemningarinnar heldur hjálpa okkur að búa hana til.“

 

Rúv.is greindi frá.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).