Dagbók lögreglunnar:

Kastaði af sér vatni á útidyrahurð

7.September'15 | 16:54

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu þrátt fyrir að nokkur fjöldi fólks hafi verið hér í Eyjum um helgina, bæði í tengslum við Vestmanneyjahlaupið og ein þrjú árgangsmót sem haldin voru.   Engin teljanleg útköll voru á öldurhúsin og fór skemmtanahald helgarinnar að mestu fram með ágætum.

Ein kæra liggur fyrir vegna brota á lögreglusamþykkt en þarna hafði manni orðið mál og kastaði af sér vatni á útidyrahurð. Var honum sagt að láta af þessum ósóma og gerð grein fyrir að hann fengi sekt vegna athæfisins.

Við eftirlit lögreglu á einu af öldurhúsum bæjarins urðu lögreglumenn varir við að þar inni var ungmenni undir 18 ára aldri og var ungmenninu í framhaldinu vísað út af staðnum.  Forsvarsmaður veitingastaðarins á hins vegar von á kæru vegna þessa.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni en í báðum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.

Ein kæra liggur fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða brot á biðskyldu sem olli minniháttar umferðaróhappi.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.