Leiðin okkar á EM:

Stórleikurinn í kvöld

3.September'15 | 08:18

Eins og flestir vita er íslenska landsliðið nú nær því en nokkru sinni í sögunni að komast á lokakeppni stórmóts í knattspyrnu og yrði ef það tækist fámennasta þjóð sögunnar til að afreka slíkt. Í kvöld mæta strákarnir liði Hollands ytra og má búast við hörkuleik. Alls má búast við 3000 Íslendingum á völlinn að styðja sitt lið til dáða. Í þeim hópi eru þó nokkrir Eyjamenn.

Meðfylgjandi er stikla úr væntanlegri heimildarmynd um landsliðið í knattspyrnu og hlekkur á söfnunarsíðu fyrir verkefnið á Karolina Fund. Sölvi Tryggvason og Sævar Guðmundsson leikstjóri hafa fylgt liðinu eftir í gegnum alla undankeppni EM 2016 úr meira návígi en nokkru sinni hefur þekkst.

Myndin mun því sýna störf leikmanna, þjálfara og annarra starfsmanna landsliðsins í algjörlega nýju ljósi og stiklan gefur örlitla innsýn inn í það myndefni sem þeir félagar hafa þegar tekið. Þar gefur til að mynda að líta myndefni að tjaldabaki úr sjúkraherbergjum, af liðsfundum, æfingum, úr liðsrútu, hóteli og úr búningsklefa eftir leiki. 

Verkefnið er kostnaðarsamt og Kvikmyndasjóður hefur enn ekki séð sér fært að veita því stuðning. Til þess að þessi mynd um einstaka atburði í íslenskri íþróttasögu geti orðið að veruleika reiðum við okkur á stuðning landsmanna. Samhliða stiklunni förum við því af stað með söfnun á Karolinafund.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.