Framkvæmda- og hafnarráð:

Aðstaða skemmtiferðaskipa skoðuð

2.September'15 | 05:13

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðasta mánuði var til umfjöllunar hvernig bæta megi aðstöðu fyrir móttöku skemmtiferðaskipa í Vestmannaeyjahöfn en mikil aukning hefur verið á komu skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja síðustu ár þrátt fyrir takmarkaða aðstöðu til að þjónusta stærstu skipin.

Ein leið til að fjölga komum þeirra er möguleiki á lendingaraðstöðu fyrir farþegabáta norðan Eiðis, segir í bókun ráðsins.

Ennfremur segir að Siglingastofnun hafi árið 2011 unnið tillögu að slíkri aðstöðu. Þá hafa starfsmenn Vestmannaeyjahafnar gert kannanir á öldufari á svæðinu og sýna athuganir að slíkt sé vel gerlegt. Uppfæra þarf kostnaðartölur sem lagðar voru fram árið 2011. Einnig þarf að skoða þær framkvæmdir sem leggja þarf út í vegna móttöku ferðamanna og aðflutningsleiða til og frá Eiði.

Ráðið felur framkvæmdastjóra að leggja fram uppfærða kostnaðaráætlun og mat á ávinningi framkvæmdarinnar á næsta fundi ráðsins.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is