Varmadælur ódýrasti virkjunarkosturinn

31.Ágúst'15 | 11:27

Mögulegt er tæknilega að setja upp stórar varmadælur í veitukerfi átta þéttbýlisstaða sem nú nota ótryggða raforku til að kynda upp vatnið. Með því mætti spara orku sem svarar til 15 MW vatnsaflsvirkjunar.

Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir í Morgunblaðinu á föstudag að slík „sparnaðarvirkjun“ sé langódýrasti virkjunarkostur landsins.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra skipaði starfshóp til að koma með tillögur um rafkyntar hitaveitur og varmadælur. Hópurinn á að skila af sér um miðjan desember.

Í viðtalinu segir Þorsteinn að um átta þéttbýlisstaðir hér á landi noti rafkyntar hitaveitur til húshitunar. Þær noti aðallega ótryggða orku. Með því að setja upp varmadælu og nýta með því aðra varmagjafa í umhverfinu er talið unnt að spara um tvo þriðju hluta raforkunnar. Vestmannaeyjar eru langstærsta byggðarlagið. HS Veitur, sem reka hitaveituna, hafa nú auglýst útboð á uppsetningu á varmadælu til að draga úr raforkunotkun.

Fyrirtæki sem reka fjarvarmaveitur fylgjast vel með framtaki HS Veitna. Önnur byggðarlög sem reka slíkar hitaveitur á köldum svæðum eru á Austurlandi og Vestfjörðum. Það eru Höfn í Hornafirði, Neskaupstaður, Ísafjörður, Bolungarvík, Flateyri, Suðureyri og hluti Patreksfjarðar.

Athuganir benda til að hægt sé að spara allt að 100 gígavattstundir í raforku með því að koma upp varmadælum. Það samvarar almennri raforkunotkun um 20 þúsund heimila og svarar til um 15 MW virkjunar í vatnsafli. Þorsteinn Ingi bendir á að þetta yrði langódýrasti virkjunarkostur landsins. Orkuna sem sparast mætti nota til nýrrar atvinnuuppbyggingar. „Orkusparnaður með varmadælum ætti einnig að vernda notendur að hluta fyrir hækkandi raforkuverði sem boðað hefur verið í framtíðaráætlunum Landsvirkjunar,“ segir Þorsteinn í viðtali í Morgunblaðinu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.