Pysja í Kópavogi

augljóst dæmi um batamerki á lundastofninum

29.Ágúst'15 | 09:46
pysja_kopavogi2

MYND: FJÓLA KRISTÍN / VÍSIR

Lundapysja á Rútstúni í Kópavogi vakti athygli vegfarenda í gær og síðar sást hún í Kópavogsbarði. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir þetta ljóst dæmi um að lundavarpið hafi heppnast betur í ár en síðustu ár. 

Eðlilegt sé að lundapysjur séu á ferðinni á þessum tíma.

„Þetta var ekkert óalgengt hér á árum áður. En það hafa bara ekki verið neinar lundapysjur til þess að villast inn í bæinn í mörg ár,“ segir Kristinn Haukur og segir að útlit sé fyrir að varpið hjá lunda, kríu og öðrum sjávarfuglum sé það besta í ár frá sílahruninu 2005.

„Hér á árum áður voru menn að rekast á lundapysjur á Hlemmi eða einhverjum ólíklegum stöðum. Þetta gerist alltaf í grennd við lundavörpin. Þær fljúga af stað og leita í ljósin. Það er lundavarp hér alveg við bæjardyrnar, hér í Akurey er til dæmis gríðarlega stórt lundarvarp,“ segir Kristinn Haukur.

Í frétt sem birtist á vef Náttúrustofu Suðurlands segir að eftir yfirferð um 12 lundavörp á Íslandi sé niðurstaðan sú að ástandið sé ekki gott fyrir sunnan (Vestmannaeyjar, Dyrhólaey og Ingólfshöfða) en ágætt annars staðar. Stóra fréttin sé sú að bæði Faxaflói (Akurey) og Breiðafjörður (Elliðaey) komi nokkuð vel út í ár.

 

Vísir greinir frá.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.