Sterkari tengsl myndast milli skóla og skólaskrifstofu

og hlutverk skólaskrifstofu í þjónustu við skólastigin eflast

21.Ágúst'15 | 10:25

Helga Tryggvadóttir, náms og starfsráðgjafi GRV skrifaði grein sem hefur vakið mikla athygli. Eyjar.net hafði samband við Jón Pétursson, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar vegna málsins.

,,Ef þú ert að vitna í ákvörðun fræðsluráðs frá 13. nóv 2014 sem staðfest hefur verið í bæjarstjórn þá var tekin sú ákvörðun að fækka um 50% stöðu faglærðs ráðgjafa í GRV og staðan flutt af GRV yfir á skólaskrifstofu. Á skólaskrifstofu er starfsmaður sem hefur reynslu og réttindi til að vinna við þessi verkefni. Sá starfsmaður hefur verið of mikið bundin af rekstrarlegum verkefnum og einungis sinnt hlutverki ráðgjafa í 30 – 40% hlutfalli. Nú fer þessi starfsmaður sem er með mikla reynslu og menntaður sérkennari, kennsluráðgjafi, náms- og starfsráðgjafi og starfar sem fræðslufulltrúi í um 90% ráðgjöf í skólanum" segir Jón.

Ennfremur segir hann að á móti bætir skólaskrifstofan við sig 50% starfsmanni sem vinnu með starfsmanna- og rekstrartengd verkefni og önnur verkefni sem skólaskrifstofan hefur. Ráðgjöf til GRV mun því ekki minnka. Ávinningurinn með þessari breytingu að aðgreining verður á hlutverki ráðgjafa skólaskrifstofu og rekstrartengdra þátta sem oft hefur valdið árekstrum.

Sterkari tengsl myndast milli skóla og skólaskrifstofu og hlutverk skólaskrifstofu í þjónustu við skólastigin eflast. Bæði ég og skólastjóri erum bundin ákvörðun sveitarstjórnar, sagði Jón að lokum. Eyjar.net hefur einnig sent spurningar á skólastjóra GRV vegna málsins.

 

Tengdar greinar:

Grein Helgu Tryggva

Bestu skólarnir í Eyjum

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).