Sterkari tengsl myndast milli skóla og skólaskrifstofu

og hlutverk skólaskrifstofu í þjónustu við skólastigin eflast

21.Ágúst'15 | 10:25

Helga Tryggvadóttir, náms og starfsráðgjafi GRV skrifaði grein sem hefur vakið mikla athygli. Eyjar.net hafði samband við Jón Pétursson, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar vegna málsins.

,,Ef þú ert að vitna í ákvörðun fræðsluráðs frá 13. nóv 2014 sem staðfest hefur verið í bæjarstjórn þá var tekin sú ákvörðun að fækka um 50% stöðu faglærðs ráðgjafa í GRV og staðan flutt af GRV yfir á skólaskrifstofu. Á skólaskrifstofu er starfsmaður sem hefur reynslu og réttindi til að vinna við þessi verkefni. Sá starfsmaður hefur verið of mikið bundin af rekstrarlegum verkefnum og einungis sinnt hlutverki ráðgjafa í 30 – 40% hlutfalli. Nú fer þessi starfsmaður sem er með mikla reynslu og menntaður sérkennari, kennsluráðgjafi, náms- og starfsráðgjafi og starfar sem fræðslufulltrúi í um 90% ráðgjöf í skólanum" segir Jón.

Ennfremur segir hann að á móti bætir skólaskrifstofan við sig 50% starfsmanni sem vinnu með starfsmanna- og rekstrartengd verkefni og önnur verkefni sem skólaskrifstofan hefur. Ráðgjöf til GRV mun því ekki minnka. Ávinningurinn með þessari breytingu að aðgreining verður á hlutverki ráðgjafa skólaskrifstofu og rekstrartengdra þátta sem oft hefur valdið árekstrum.

Sterkari tengsl myndast milli skóla og skólaskrifstofu og hlutverk skólaskrifstofu í þjónustu við skólastigin eflast. Bæði ég og skólastjóri erum bundin ákvörðun sveitarstjórnar, sagði Jón að lokum. Eyjar.net hefur einnig sent spurningar á skólastjóra GRV vegna málsins.

 

Tengdar greinar:

Grein Helgu Tryggva

Bestu skólarnir í Eyjum

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.