Samúel Örn ráðinn á RÚV Suðurlandi

20.Ágúst'15 | 23:25
sammi

Samúel Örn Erlingsson

Samúel Örn Erlingsson hefur verið ráðinn í starf frétta – og dagskrárgerðarmanns á Suðurlandi. Samúel Örn hefur áratuga reynslu sem fréttamaður en lengst af starfaði hann sem íþróttafréttamaður hjá RÚV. 

Undanfarin ár hefur Samúel Örn sinnt kennslu auk þess að vinna sjálfstæða sjónvarpsþætti fyrir RÚV. Samúel Örn mun flytja fréttir af Suðurlandi, auk þess að vinna dagksrárefni fyrir útvarp. Hann verður með aðsetur á Hellu, að því er segir í tilkynningu frá RÚV. 

Eyjar.net ræddi við Sighvat Jónsson, sem séð hefur um dagskrágerð í landshlutanum - um hvort þessi ráðning hefði áhrif á hans störf fyrir RÚV. Svarið var stutt hjá Sighvati ,,Ég hef hreinlega ekki hugmynd um það".

Markmiðið með ráðningum á landsbyggðinni er á meðal annars að auka svæðisbundna umfjöllun í hverjum landshluta fyrir sig, bæði í málum og myndum, á sérmerktum landshlutasíðum á vef RÚV. Auk þess verður áfram lögð áhersla á vandaðan fréttaflutning úr öllum landshlutum í öllum miðlum RÚV, segir að endingu í tilkynningu RÚV.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.