ÍBV krefst sigurs gegn KR

20.Ágúst'15 | 23:11

ÍBV átti að mæta KR á Hásteinsvelli í dag en flugvél KR-inga gat ekki lent í Vestmannaeyjum sökum þoku. KSÍ ákvað að leiknum yrði frestað um einn sólarhring og hann verði spilaður annað kvöld. 

Knattspyrnuráð ÍBV er ekki sátt með þessa ákvörðun KSÍ og hefur sent sambandinu bréf þar sem liðið krefst sigurs í leiknum. Bréfið var birt í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld. 

Sumir Eyjamenn vilja meina það að KR hafi verið að kaupa sér auka frídag eftir bikarúrslitaleikinn gegn Val með því að velja það að fljúga til Vestmannaeyja skömmu fyrir leik í stað þess að taka Herjólf. 

„Knattspyrnuráð ÍBV mótmælir harðlega þeirri niðurstöðu mótanefndar KSÍ að fresta leik ÍBV gegn KR í 16. umferð Pepsi deildarinnar sem fara átti fram kl.18:00 í dag á Hásteinsvelli," stendur í bréfi frá knattspyrnuráði ÍBV. 

„Það eru búnar að vera greiðar samgöngur milli lands og Eyja í allan dag og engin gild ástæða fyrir frestun leiksins. 

„Allir sem tengjast leiknum, dómarar, fjölmiðlamenn, áhöfn útsendingarbíls, lýsendur og fleiri eru komnir á vettvang vandræðalaust. Allir, nema hluti KR hópsins, sem það félag ákvað að skyldi velja eina ferðamátann sem var vafasamur í dag vegna veðurspár. 

„KR á að sjálfsögðu að bera hallann af því og vera dæmdur leikurinn tapaður ef þeir mæta ekki til hans. 

„Knattspyrnuráð ÍBV krefst þess að mótanefnd KSÍ endurskoði þessa ákvörðun og að KR verði dæmdur leikurinn tapaður."
 

Frétt frá Fótbolta.net. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.