Áfram tímabundið daggæsluúrræði á Strönd

19.Ágúst'15 | 04:57

Leikskólabörn að leik. Mynd úr safni

Á fundi bæjarráðs í gær var tekin fyrir ósk um heimild til að reka áfram tímabundið daggæsluúrræði á gæsluvellinum Strönd. Bæjarráð styður eindregið að áfram verði haldið með þróun og eflingu daggæsluúrræða í Vestmannaeyjum og fagnar þeirri þverpólitísku samstöðu sem verið hefur um málið í fræðsluráði. 

Sú leið sem farin hefur verið með því að efla daggæsluúrræði hefur mælst vel fyrir og er opnun daggæsluúrræðisins á Strönd á seinasta skólaári veigamikill þáttur í þeirri þjónustu.

Á þeirri forsendu veitir bæjarráð samþykki sitt fyrir því að áfram verði starfrækt tímabundið daggæsluúrræði á gæsluvellinum Strönd ef þess gerist þörf.

Bæjarráð vísar erindinu að öðru leyti til endurskoðunar fjárhagsáætlunar, segir að endingu í bókun bæjarráðs um málið.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.