Samdráttur í vínsölu fyrir Þjóðhátíð

18% sam­drátt­ur í Eyj­um

17.Ágúst'15 | 12:42

Sala áfengis í vikunni fyrir verslunarmannahelgi var 0,8% minni í lítrum talið en í sömu viku fyrir ári.  Samtals seldust 719 þúsund lítrar af áfengi þessa vikuna en í fyrra seldust 725 þúsund lítrar. Alls komu 127.500 viðskiptavinir í Vínbúðirnar í vikunni, sem eru 0,4% færri viðskiptavinir en í sambærilegri viku í fyrra.

Sala á föstudeginum var 2,4% minni í ár en í fyrra. Á móti kemur að salan á laugardaginn 1. ágúst var tæplega 7% meiri en á sambærilegum laugardegi í fyrra. Alls seldust tæplega 112 þúsund lítrar af áfengi þann dag. Frá þessu er greint á vef vínbúðarinnar.

Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er jafnan einn annasamasti dagur ársins og í ár var engin undantekning á því. Tæplega 260 þúsund lítrar seldust á föstudeginum og rúmlega 41 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar. Sama dag fyrir ári seldust 266 þúsund lítrar og rúmlega 42 þúsund viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar.

18% sam­drátt­ur í Eyj­um

Salan í Vínbúðinni Vestmannaeyjum var rúmlega 18% minni í ár en í fyrra og munar þar mestu um söluna á föstudeginum, sem var um það bil 25% minni í ár en í fyrra. 

Salan í Vínbúðinni Akureyri var mjög svipuð á milli ára, en þar var 0,6% aukning í sölu á milli ára. 

Salan í Vínbúðinni Egilsstöðum var 3% meiri en í fyrra. Hins vegar var salan á Flúðum 18,2% meiri en á sama tíma í fyrra.

Sala fyrstu sjö mánuði ársins er 3,3% meiri í lítrum talið í samanburði við sama tímabil í fyrra. Alls hafa selst um 11,3 milljón lítra, en á sama tíma í fyrra var salan 10,9 milljón lítra. Hafa ber í huga að sala verslunarmannahelgarinnar er að mestu í júlí í ár en í fyrra var sala föstudagsins og laugardagsins með sölutölum ágústmánaðar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.