HS-veitur:

Reikna með að rafmagn verði komið á milli kl. 8 og 9 í kvöld

16.Ágúst'15 | 15:16

Nú gæti farið að sjá fyrir endann á truflun á flutningi rafmagns til Eyja. Unnið er að því að skipta um spenni í Rimakoti sem er hluti af flutningskerfinu til Vestmannaeyja. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS-veitum í dag. Ennfremur segir:

Á meðan er keyrt á díselvélum í Eyjum og eru bæjarbúar beðnir um að spara rafmagns eins og kostur er. Þó má búast við rafmagnsskerðingu í dag og fram á kvöld. Byrjað var að skipta um spenni um klukkan níu í morgun og var gert ráð fyrir að verkinu yrði lokið milli klukkan 5 og 6 í fyrramálið en eins og staðan er núna er gert ráð fyrir að rafmagn til Eyja verði komið á milli klukkan 8 og 9 í kvöld. 

Ekki er hægt að útiloka að grípa þurfi til skerðinga þangað til og eins og áður er komið fram vilja HS Veitur biðja fólk um að spara rafmagnið. Það hjálpi til við að halda kerfinu inni.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.