Nóg að gera hjá Júníusi Meyvant

13.Ágúst'15 | 06:48

Júníus Meyvant er listamannsnafn Vestmannaeyingsins Unnars Gísla Sigurmundssonar en hann er búinn að vera ansi upptekinn síðastliðið árið, eða síðan lagið Color Decay kom út síðasta vor.

Hann er nýkominn heim úr tónleikaferð um Evrópu og þá kom hann einnig fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hann ætlar að koma fram ásamt hljómsveit sinni á Húrra í kvöld en hann þarf þó að rjúka af landi brott í fyrramálið því hann kemur fram á Alive festival í Danmörku á morgun. Þá er hann einnig þessa dagana að vinna í sinni fyrstu breiðskífu.

Árið 2014 var árið sem Júníus hljómaði fyrst fyrir eyrum landsmanna af einhverju viti og gerðist það þegar hann sendi frá sér sína fyrstu smáskífu, Color Decay. Lagið vakti mikla lukku og fékk töluverða spilun í útvarpi á Íslandi og sat m.a. í nokkrar vikur í efsta sæti Vinsældalista Rásar 2. Lagið vakti líka mikla lukku hjá útvarpsstöðinni KEXP í Seattle og valdi Kevin Cole dagskrárstjóri það besta lagið á árinu 2014.

Júníus kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár og fór frá athöfninni með tvenn verðlaun. Annars vegar sem Bjartasta vonin og hins vegar verðlaun fyrir besta lag ársins. Húsið verður opnað klukkan 20.00 og kostar 2.000 krónur inn.

 

Fréttablaðið sagði frá.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.