Strætisvagnaaksturinn gekk vel

- að sögn rekstraraðila vagnana

11.Ágúst'15 | 11:35

Eins og þekkt er, voru strætisvagnar fengnir til að leysa af hólmi bekkjabílana nú um Þjóðhátíðina. Eyjatours sáu um rekstur vagnana. Eyjar.net heyrði í Einari Birgi hjá Eyjatours til að forvitnast hvernig helgin hafi gengið í akstrinum.
 

Hvernig gekk aksturinn hjá ykkur um Þjóðhátíðina?

Aksturinn gekk mjög vel að okkar mati, við lögðum mikla áheyrslu á það við okkar ökumenn að keyra varlega og hafa hátíðina slysalausa.

 

Nú bárust fregnir af bilunum í tveimur vögnum, hafði það mikil áhrif?

Nei, það hafði mjög lítil áhrif. Það var reyndar bara 1 vagn sem bilaði lítilega, og á hinum sprakk dekk. Þessu var reddað á klukkutíma.

 

Stóð nýtingin á vögnunum undir væntingum þínum?

Já og nei. Vagnarnir gátu leikandi flutt þennan fjölda og gátu tekið barnavagna og hjólastóla sem var mikill plús að okkar mati.

 

Var keyrt eftir ákveðnu leiðarkerfi alla hátíðina?

Já, að hluta til en hefðum mátt að skipuleggja leiðarkerfin örlitið betur fyrir austurbæinn og jafnvel haft einn bíl sem færi í gegnum Höfðaveginn líka.  Við bættum við vesturleiðinni og sáum við það að það var alveg þörf fyrir því að láta einn bíl sinna því svæði.

 

Hvenær hættu vagnarnir að ganga eftir hátíð?

Vagnarnir hættu í akstri síðdegis á mánudeginum.

 

Er eitthvað sem betur má fara að þínu mati í þessum akstri?

Já það má alltaf gera betur, við vorum að gera þetta í fyrsta skiptið og komum við útúr þessari hátíð reynslunni ríkari. Auðvitað komu upp vandmál, en þau voru tækluð strax og unnið í gegnum þau. Voru mistök gerð? Að sjálfsögðu, þannig öðlast maður reynslu og það er það sem okkur vantaði. Við erum REYNSLUNNI ríkari núna og vitum hvað við þurfum að bæta og laga ef við skyldum fara út í þennan rekstur aftur smiley

 

Reiknar þú með að standa í þessum rekstri aftur á næsta ári?

Við höfum ekki tekið ákvörðun ennþá.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is