Dagbók lögreglunnar:

Myndavél stolið úr lundaholu

10.Ágúst'15 | 15:15

Vikan og helgin var með rólegara móti hjá lögreglu fyrir utan að nóg er búið að vera að gera við að svara fyrirspurnum fólks sem tapaði lausamunum á Þjóðhátíðinni.

Eitthvað er enn af óskilamunum á lögreglustöðinn og bendir lögreglan þeim sem sakna einhverra muna síðan á Þjóðhátíðinni að fara inn á facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum og skoða þar myndir af þeim óskilamunum sem bárust lögreglu.

Undir kvöld fimmtudaginn 6. ágúst sl. leitaði erlendur aðili til lögreglu vegna þjófnaðar á útivistamyndavél.  Hafði aðilinn sett myndavélina við lundaholu í Stórhöfða fyrr um daginn og skilið hana þar eftir.  Þegar hann síðan vitjaði vélarinnar síðdegis sama dag var vélin horfin, ásamt fylgihlutum.   Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hvar vélin er eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Alls liggja fyrir 12 kærur vegna brota á umferðarlögum, í tveimur tilvikum er um að ræða grun um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna,  þá liggja fyrir kærur vegna hraðaksturs, ólöglegrar langingu ökutækja, vanrækslu á að greiða lögboðnar tryggingar, akstur án ökuréttinda og vanrækslu á að hafa öryggisbelti spennt í akstri.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.