Gleymdu barninu

10.Ágúst'15 | 11:38

Frönsk fjöl­skylda gleymdi þriggja ára barni þegar hún stoppaði á för sinni á frönsku rívíer­una gær. Fjöl­skyld­an var á leið á strönd­ina í sum­ar­frí, eins og fjöl­marg­ir Frakk­ar.

For­eldr­arn­ir áttuðu sig ekki á því að barnið hefði gleymst fyrr en hún hafði keyrt um 150 kíló­metra. Þá heyrðu þau í út­varp­inu að aug­lýst væri eft­ir aðstand­end­um barns­ins.

Aðrir ferðalang­ar fundu stúlk­una við A7-hraðbraut­ina ná­lægt borg­inni Lori­ol í suður­hluta lands­ins. Það eina sem hún gat sagt þeim var að hún ætti bróður og syst­ur, væri á leiðinni í frí á strönd­ina og að hún hefði séð pabba sinn keyra í burtu.

Það var ekki fyrr en for­eldr­arn­ir heyrðu aug­lýs­ing­una í út­varp­inu að þau sneru við, en þá höfðu þau keyrt í um 45 mín­út­ur.

For­eldr­arn­ir voru yf­ir­heyrðir í gær og mun sak­sókn­ari taka ákvörðun um hvort málið verði rann­sakað frek­ar.

 

Mbl.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.