Bankasýslan enn óákveðin

10.Ágúst'15 | 11:27

Bankasýsla ríkisins hefur enn ekki ákveðið hvort farið verður fram á hluthafafund í Landsbankanum vegna áformaðra höfuðstöðva bankans við hlið Hörpu. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar sem fer með hlut ríkisins í bankanum, segir ákvörðunina verða tekna fyrir lok mánaðarins.

Undirbúa þurfi málið vel, ákveði Bankasýslan að fara fram á hluthafafund. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur þegar óskað eftir hluthafafundi vegna málsins. Stjórnendur Landsbankans ákváðu á föstudag að fresta hönnunarsamkeppni um nýbyggingu bankans vegna sjónarmiða sem fram hafi komið síðstu vikur. Jón Gunnar segir jákvætt að menn horfi til athugasemda sem hafi komið fram og taki sér lengri umhugsunarfrest vegna nýrra höfuðstöðva.

 

Rúv greindi frá.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.