Samræma skal verklag

8.Ágúst'15 | 09:44

Embætti Ríkislögreglustjóra telur best að samræmt verklag sé viðhaft hjá öllum lögregluembættum landsins þegar fjölmiðlum eru veittar upplýsingar.

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum sendi fyrir verslunarmannahelgi bréf til viðbragðsaðila í Eyjum þar sem fram kom að lögregla myndi ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot fyrst eftir að þau hefðu verið framin.

Ákvörðunin vakti hörð viðbrögð og aðrir lögreglustjórar sem fréttastofa ræddi við ætluðu ekki að breyta verklagi sínu í þessum málum.

Fréttastofa Rúv leitaði eftir því hjá Innanríkisráðuneytinu, hvort að ástæða væri að setja samræmdar reglur um upplýsingagjöf af þessu tagi. Embættið vísaði á Ríkislögreglustjóra vegna þess.

Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu Rúv segir að það sé ákvörðun hvers lögreglustjóra hvernig hann sinni upplýsingagjöf til fjölmiðla, en að mati embættisins fari best á því að samræmt verklag í upplýsingagjöf sé viðhaft hjá öllum lögregluembættum landsins. Í þeim tilgangi hafi verið gefnar út leiðbeiningar árið 2002.

Afstaða embættisins sé að lögreglunni beri að upplýsa um afbrot, það sé hlutverk hennar að vara almenning við hættu á afbrotum, stemma stigu við þeim og upplýsa. Það sé mikilvægt að fjölmiðlar birti sannar og hlutlægar fréttir af atburðum líðandi stundar.

 

Rúv.is.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.