Herjólfur:

Óvissa með síðustu ferð dagsins

- Ölduspá gerir ráð fyrir hækkandi öldu á morgun

8.Ágúst'15 | 18:46

Ölduhæð við Landeyjahöfn var 2,6 m klukkan 18:00 og er því komin tölvuvert yfir spá, Herjólfur er á leið í Landeyjahöfn og siglir þaðan 19:45 eins og áætlun gerir ráð fyrir. Óvissa er hins vegar varðandi síðustu ferð Herjólfs í kvöld, 21:00 frá Vestmannaeyjum og 22:00 frá Landeyjahöfn.

Tilkynning varðandi síðustu ferð dagsins verður send út uppúr 20 í kvöld.

Einnig viljum við benda farþegum okkar á að ölduspá gerir ráð fyrir hækkandi öldu á morgun sunnudag og eru farþegar því beðnir um að fylgjast vel með fréttum, segir í tilkynningu frá Herjólfi.

Stefnt er að því að sigla fulla áætlun til Landeyjahafnar en í ljósi ölduspáar gæti þurft að fella niður og/eða færa ferð/ferðir. Nánar um það síðar ef til þess kemur. Ef gera þarf breytingu á áætlun munum við senda út tilkynningu, að öðrum kosti munum við sigla samkvæmt áætlun.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir um fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Herjólfs, Facebook síðu Herjólfs og/eða á Textavarpinu síðu 415.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.