Flugumferð gekk vel um síðustu helgi

8.Ágúst'15 | 06:13

Flugumferð til og frá Vestmannaeyjaflugvelli um liðna Verslunarmannahelgi gekk vel fyrir sig.  Í heildina voru um 430 flughreyfingar um helgina sem er dálítið minni umferð en síðastliðin ár. Nokkur umferð var seinnipart föstudags og á sunnudagskvöldið, langmest flugumferð var þó, líkt og fyrri ár, á mánudeginum.

Frá þessu er greint á vef Isavia. Ennfremur segir að heilt yfir hafi flugumferðin gengið vel fyrir sig. Með nýju fyrirkomulagi um úthlutun þjónustutíma var tryggt að umferð í loftrýminu yfir Vestmannaeyjum væri hæfileg á hverjum tíma með flugöryggi að leiðarljósi. Yfir 95% af þeim sem óskuðu eftir þjónustutíma á flugvellinum fengu tíma í samræmi við upphaflega ósk. Tæplega 5% þurftu að hnika til flugáætlunum sínum en þó ekki meira en sem nam hálfri til einni klukkustund.

Alls var nýttur helmingur þeirra þjónustutíma sem í boði var. Isavia mun nú skoða vel hvernig þetta nýja fyrirkomulag gekk og hvort gera þurfi breytingar á því fyrir næstu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 
 
Öll umferð flugvéla og farþega á flughlaði gekk greiðlega fyrir sig um Verslunarmannahelgina og vilja starfsmenn Isavia á Vestmannaeyjaflugvelli þakka þeim sem heimsóttu flugvöllinn fyrir góða samvinnu, segir að endingu.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.