Ásmundur Friðriksson skrifar:

Tökum okkur af lista yfir þjóðir sem vilja viðskiptabann á Rússa.

6.Ágúst'15 | 10:28

Nú velta Rússar því fyrir sér að hætta að kaupa vörur af þeim 7 þjóðum sem þeir hafa enn keypt af vörur en eru engu að síður á lista yfir þær þjóðir sem styðja viðskiptabann Evrópusambandsins á Rússland sem sett var í júní á síðasta ári. Íslendingar eru á meðal þessara 7 þjóða. Það eru miklir hagsmunir í húfi ekki síst fyrir sjávarútveginn að Rússar kaupi af okkur makríl og aðrar afurðir.

Rússland er gríðarlega mikilvægur markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir en þeir eru í 5. sæti yfir stærstu kaupendur sjávararafurða árið 2013. Það ár nam útflutningur makríls til Rússlands 36 þús. tonn sem var 31% heildarútflutnings á makríl. Fyrstu 10 mánuði ársins 2014 var útflutningsverðmæti makríls 20.7 milljarða sem var aukning um 1,6 milljarð frá 2013 sem lætur nærri að vera á bilinu 5% af útflutningstekju Íslands og jafn mikið og varið er til innflutnings á matvælum eins og lesa má á netmiðlum. Töluverðar birgðir eru til af makríl frá fyrra ári og því enn mikilvægara að við höldum markaðshlutdeild okkar við Rússa. Í heildina skapa makrílveiðar 200 bein störf á sjó og önnur 200 í landi. Í heildina eru afleidd störf talin vera um 600 og ársverkin því samtals 1000.

Íslendingar eiga að taka sig af þessum óþurftarlista yfir þær þjóðir sem vilja viðskiptabann á Rússa enda eigum við í engum prívat útistöðum við þá ágætu þjóð. Þetta eru þjóðirnar og ætluðu með okkur í sömu vegferð og þær eru með Grikkland í um þessar mundir. Ætluðu að knésetja okkur, reyndar með aðstoð héðan að heiman með hundruð milljarða klafa af skuldum vegna Icesave. Við eigum enga samleið með þessum þjóðum í viðskiptastríði þeirra við Rússa. Í því samstarfi erum við eins og aftasta barnir í leikskóalgöngunni nema hvað við erum ómerkt og án hjálms og endurskinsmerkja í þeirri ferð sem við ráðum engu hvert stefnir eða fer.

Hagsmundir Íslendinga liggja í því að halda frið við þær þjóðir sem kaupa af okkur þær vörur sem héðan eru fluttar út hverjar svo sem þær þjóðir eru. Um flestar þær þjóðir höfum gott eitt að segja, en ætli það sé ekki með þær eins og okkur Íslendinga að enginn er saklaus af öll.

Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

Fréttaskot - Eyjar.net

9.Apríl'16

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Grindavik.net

21.Júní'16

Grindavik.net er fréttavefur með áherslu á efni tengt Grindavik. Sjón er sögu ríkari.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

20.Apríl'17

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

ÚV á FM 104

23.Apríl'16

Góð tónlist flesta laugardaga og sunnudaga frá 16:00. Einnig eru pistlar frá Nice. ÚV á FM 104